Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ríki utan ESB - 640 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er "Evrópusambandið" og "ESB" á íslensku táknmáli?

Í kynningarheimsókn Evrópuvefsins til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra voru starfsmenn Evrópuvefsins beðnir um að taka upp tákn fyrir íslensku táknmálsorðabók SignWiki-síðunnar. Hér fyrir neðan má sjá Brynhildi Ingimarsdóttur sýna íslensku táknin fyrir orðin Evrópusambandið og ESB. This...

Málsmeðferð í nefndum

Málsmeðferð í nefndum er þýðing á enska hugtakinu comitology procedure (eða committee procedure) og vísar til þess ferlis þegar framkvæmdastjórnin setur gerðir. Lagagerðir ESB eru oftast settar á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni sem síðan þurfa samþykki ráðherraráðsins og Evrópuþingsins til að öðla...

Hversu langan tíma að meðaltali tóku aðildarviðræður ríkjanna í ESB?

Í eftirfarandi töflu eru teknar saman upplýsingar um aðildarviðræður allra þeirra ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og lokið viðræðum með undirritun aðildarsamnings. Á listanum er 21 aðildarríki Evrópusambandsins, það eru öll nema stofnríkin sex, auk Noregs, sem í tvígang hefur lokið aðildarviðræðum...

Stjórnartíðindi ESB

Stjórnartíðindi Evrópusambandsins voru fyrst gefin út þann 30. desember 1952. Þá nefndust þau stjórnartíðindi Kola- og stálbandalagsins og síðar stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Núverandi nafn fengu stjórnartíðindin þegar Nice-sáttmálinn gekk í gildi árið 2003. Stjórnartíðindin eru gefin út alla virka daga ...

Hver eru laun æðstu embættismanna ESB?

Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...

Hvað eru uppbyggingarsjóðir ESB?

Uppbyggingarsjóðir Evrópusambandsins eru þrír: Byggðaþróunarsjóður, Félagsmálasjóður og Samheldnisjóður. Þeir hafa það hlutverk að styðja við markmið byggðastefnu Evrópusambandsins um að auka efnahags- og félagslega samleitni milli svæða sambandsins. Samanlagt hafa uppbyggingarsjóðirnir yfir að ráða 347 milljörðum...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Fjárfestingarbanki Evrópu

Fjárfestingarbanki Evrópu (e. European Investment Bank, EIB) var stofnaður með Rómarsáttmálanum árið 1958 og hefur það hlutverk að lána fé til fátækari svæða í Evrópu, verðandi aðildarríkja og þróunarlanda en einnig til fyrirtækja og aðila í einka- og opinbera geiranum. Bankinn hefur aðsetur í Lúxemborg. Í 309....

Þurfum við að hætta að veiða hvali ef við göngum í ESB?

Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...

Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júní 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB? Hvaða aðildarríki ESB héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB? Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið haf...

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu. Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. ...

Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi? - Myndband

Sameining Evrópu hefur oft verið á dagskrá í aldanna rás, oftast sem hugmynd en næst veruleikanum komst hún í Rómaveldi. Á síðari tímum má helst líta á Evrópusambandið sem tilraun til að stofna evrópskt stórríki og sumir halda því fram að það stefni í þá átt. En lítill áhugi virðist vera á slíku bæði hjá evrópskum...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?

Schengen-samstarfið snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan Schengen-svæðisins, samráð í eftirliti með ytri landamærum þátttökuríkjanna og í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ísland er eitt þeirra 26 ríkja sem hafa undirritað Schengen-samninginn. Innanríkisráðherra situr fundi dóm...

Leita aftur: